0
Hlutir Magn Verð

Stutt útlistun á 16 mismunandi jóga aðferðum

Stutt útlistun á 16 mismunandi jóga aðferðum. 

 

 

 

Anusara

 

Anusara er oft lýst sem Iynengar jóga með skopskyn.   Skapað af manni nefndum John Friend, en Anusara er ætlað að vera hjartnæmt og gefandi.  Í stað þess að reyna að troða öllum í flóknar stöður er nemendum leiðbeint með að tjá sig eftir getu hvers og eins  í gegnum valdar jógastöður sem farið er rólega í gegnum, oft notaðir kubbar, strappar eða veggbönd. 

 

Best fyrir þá jóga sem sækja í smáatriði, hentar öllum aldurshópum og  getur verið gott fyrir þá sem eru að kljást við einhverskonar meiðsli.  

 

Ashtanga 

 

Ashtanga er Sanskrít og þýðir átta angar. "Asanas" eða stöðurnar sjálfar eru þannig aðeins einn angi af átta í hinu heildræna kerfi sem Ashtanga yoga raunverulega er.  Ashtanga yoga er samansett röð af jógastöðum sem tengjast saman eins og perlur á festi í hverri seríu fyrir sig og má segja að þráðurinn sem tengir stöðurnar saman sé hin djúpa öndunartækni sem kallast Ujay öndun. 

 

Ujay öndun er djúp meðvituð öndun sem hefur meðal annars djúpstæð áhrif á taugakerfið, hreinsar líkama og huga og myndar innri hita í líkamanum.  

Ashtanga æfingakerfið felur í sér sex seríur.  Það tekur nokkur ár og jafnvel áratug að mastera hverja seríu fyrir sig.  Þær eru ólíkar og og tilgangur þeirra misjafn.   

 

Ashtanga jóga hentar öllum einstaklingum á hvaða aldri sem er.   

 

Bikram 

 

Bikram svipað og Hot Yoga er stundað í allt að 40 gráðu heitum og rökum sal og samanstendur af 26 grunn jóga stöðum sem framkvæmdar eru tvisvar í 90 mínútna tíma.  Bikram er nefnt eftir Bikram Choudhury sem talinn er vera upphafsmaður Bikram Yoga. 

Hitinn í bland við æfingar getur verið álag og því mikilvægt að drekka vel og taka því rólega meðan verið er að venjast ferlinu og komast í æfingu.

 

Hentar öllum sem aðhyllast fasta rútínu í æfingum og jafnframt einfalt fyrir byrjendur þar sem röð æfinga er ávallt eins. 

 

 

Hatha 

 

Hatha jóga er lýst sem blöndu af öllu nútíma jóga og Hatha.   Hatha Yoga einkennir mýkt,  áhersla á öndun,  rólega framkvæmdar jóga stöður,  teygjur og slökun. 

 

Hatha hentar sérstaklega vel byrjendum en jafnframt aðhyllast margir lengra komnir Hatha sem róandi form af jóga fyrir líkama og sál. 

 

Hot Yoga 

 

Hot Yoga svipað og Bikram fer fram í heitum sal en er frábrugðið að því leyti að ekki er miðað við fastar 26 æfingar eins og í Bikram.  Gerðar eru valdar stöður og teygjur sem henta vel í heitum salnum. 

 

Hot Yoga er vinsælt hjá þeim sem elska að svitna og telja sig gjarnan tapa þyngd samhliða en léttar æfingar og góðar teygjur eru vissulega góðar fyrir alla.   Gott fyrir byrjendur sem lengra komna. 

 

Iyengar

 

Þetta er jóga nefnt eftir stofnandanum B.K.S Iyengar.  Í Iyengar yoga er notast mikið við kubba,  strappa,  trissur og skábretti í þeim tilgangi að móta stöður.  Iyengar hefur því gjarnan verið nefnt “húsgagna jóga” .  Hentar öllum aldri og getu,  Iyengar gengur útá nákvæmni og m.a. tilvalið í meðhöndlun á meiðslum eða stífleika af einhverju tagi. 

 

Best fyrir jóga sem kjósa mikla nákvæmni og spá í vöðvafræði og hreyfigetu.  Hentar öllum en best að byrja rólega í samráði við kennara. 

 

Jivamukti 

 

Líkamleg áreynsluæfing sem kynnir aftur hefðbundin andleg jóga fræði á lærdómsríkan hátt fyrir Vestrænum nemendum.  Reiknaðu með þema í hverjum tíma,  Sanskrit ómun og tilvísun í forn fræði.  Þróað af Sharon Gannon og David Life 1984 í New York.  Jivamukti þýðir “frjáls meðan við lifum” 

 

Kripalu 

 

Kripalu Yoga þróuð af Amrit Desai er æfing í þremur hlutum sem kennir þér að þekkja, meðtaka, elska og læra af líkama þínum og örva jákvæða hugsun.  Fyrst er að átta sig á því hvernig líkami þinn virkar í mismunandi stöðum og færa sig síðan í stöðu sem þú heldur í valinn tíma samhliða hugleiðslu.   

Kripalu Yoga hentar öllum óháð líkamsformi.  

 

Yogi Amrit Desai, fæddur á Indlandi 1932 stofnandi Kripalu Yoga setursins nálægt Boston, US er einn af fáum frumkvöðlum þess að kynna jóga á Vesturlöndum sem er enn á lífi.  Dóttir hans Kamini Desai hefur haldið fjölmörg fræðslu og styrkingar námskeið á íslandi.  

 

Kundalini    

 

Kundalini yoga felur í sér stöðugt flæði í mismunandi stöður.  Þessar líkamlegu og andlega erfiðu æfingar eru ólíkar öllu öðru hefðbundnu jóga.   Þú framkvæmir endurteknar æfingar og mikla öndun samhliða ómun,  söng og hugleiðslu. 

Markmiðið er að brjóta niður múra og leysa úr læðingi innbyggða orku og meðvitund.   

 

Hentar helst fólki sem leitar eftir andlegri upplifun.  Þeir sem eru að leita eftir einhverju meira en hefðbundinni æfingu munu njóta Kundalini vegna áherzlu Kundalini á innri líkamleg áhrif jóga m.a vegna áhrifa   öndunaræfinga,  hugleiðslu og andlegrar orkuaukningar.  

 

Prenatal 

 

Meðgöngu jóga.  Valdar æfingar fyrir verðandi mæður.  Prenatal jóga er sett saman til að hjálpa konum á öllum stigum meðgöngu og einnig til að komast í form eftir barnsburð.   Með því að þjálfa vöðva á meðgöngu komast þeir fyrr á sama stað og fyrir meðgöngu. 

 

Hentar barnshafandi konum og eftir barnsburð. 

 

Restorative

 

Minni vinna,  meiri slökun.  Þú verð allt að 20 mínútum í hverja af 4-5 mismunandi stöðum sem eru oft byggðar á hefðbundnum stöðum ( asanas )  Til stuðnings eru gjarnan notuð teppi, pullur og mjúkir púðar sem hjálpa við að komast í djúpa slökun.   Það er einnig andleg hreinsun, hugurinn tæmist og þú upplifir þig eins og blóm í engi.  

 

Hentar öllum og ekki síst þeim sem eru að kljást við mikla streitu eða kvíða eða eru að vinna úr áföllum.  Einnig frábært fyrir t.d íþróttafólk á hvíldardögum.  

 

Rope Yoga 

 

Íslenskt jóga hannað og útfært af Guðna Gunnarssyni,  æfingar eru framkvæmdar að mestu á sérhönnuðum Rope Yoga bekk.   

 

Heilrækt sem byggir á líkamlegum æfingum og öndun þar sem framkvæmdar eru hægar endurtekningar valinna æfinga með áherzlu á kvið og kjarna líkamans.  Æfingar sem í raun samhæfa, styrkja og móta allan líkamann. 

 

Það er á valdi kennara hverju sinni hvernig æfingum er hagað, gerðar eru mismunandi margar æfingar eftir lengd tíma og jafnframt teygjur / sleppur, stöður, flæðis-  og mótstöðuæfingar.  Ávallt er byrjað og endað á hugleiðslu og slökun.  

 

Hentar öllum og undir stjórn góðs leiðbeinanda eru nemendur fljótir að komast inní æfingar og ná smá saman meiri styrk og hæfni.    

Jafnframt er hægt að framkvæma æfingar heima og heiman með Rope Yoga bekk og / eða Rope Yoga ferðasetti.  

 

Rope Yoga hefur gefist einstaklega vel í endurhæfingu íþróttamanna og almennings t.d. meðferð við bakmeiðslum, liðskiptum, bólgum, streitu og öðrum líkamlegum krankleikum.   

 

Guðni hefur jafnframt þróað sjö þrepa hugmyndafræði sem gengur meðal annars út á að hver og einn vakni til vitundar og taki ábyrgð á sinni tilvist,  skilgreini tilgang, lofi sér til fulls í eigin tilvist og leyfi þannig framgöngu velsældar byggða á innsæi og kærleik, auðsýni þakklæti og njóti sín til fulls.   Hefur sú hugmyndafræði hjálpað mörgum að ná áttum og hámarka árangur og velsæld í sinni tilvist.  

 

Sivananda    

 

Rólegt jóga sem venjulega byggir á sömu 12 grunn stöðum ( asanas ) eða útfærslu af þeim stöðum og ávallt endað á sólarkveðju og líkamsstöðu ( savasana )   Kerfið er byggt á 5 punkta hugmyndafræði um að góð öndun, slökun,  næring,  æfingar og jákvæð hugsun vinni saman í að móta heilnæman jóga lífstíl.  

 

Viniyoga 

 

Einstaklingsmiðað jóga þar sem jóginn lærir að aðlaga stöður og markmið að sinni getu og þörfum.  “Vini” þýðir í raun breyting, meðtekt og viðeigandi nálgun.   Í stað þess að teygja með því markmiði að ná styrk og lipurð notar Viniyoga æfingar til að hita upp og tengja vöðva áður en teygt er á þeim.   Það er talið minnka hættu á meiðslum. 

 

Vinyasa Yoga / Power

 

Vinyasa - Power Yoga er hressileg og sportleg útgáfa byggð á hinu hefðbundna Astanga yoga.  Þróuð á níunda áratugnum á austur og vesturströnd Bandaríkjanna af Beryl Bender Birch og Bryan Kest með það markmið að höfða til aerobic sinnaðra vesturlandabúa.  Power Yoga heldur sig ekki við sömu uppsetningu æfinga eins og Ashtanga gerir og getur breyst frá kennara til kennara.   Tímar sem eru kallaðir “Vinyasa” eða “flow” eru byggðir á sama grunni en geta verið frábrugnir. Farið er ört í gegnum æfingar undir tónlist sem passar og má reikna með að púlsinn fari upp. 

 

Hentar vel þeim sem aðhyllast hraðar æfingar,  margir hlauparar og þeir sem stunda úthaldsæfingar sækja þessa tíma vegna hraða æfinga.  

 

Yin Yoga   

 

Rólegt og huglægt jóga , einnig kallað Taoist yoga.   Öfugt við hraðara jóga eins og Ashtanga , þá heldurðu stöðu í nokkar mínútur.  Þessi huglæga nálgun er gerð til að ná djúpt inní vöðva og tengingar með það að markmiði að ná fram mýkt og lipurð.   Allt gengur útá að ná fram rólegri teygju á vöðva og láta þyngdarlögmálið hjálpa til.  Tekur tíma og kallar á þolinmæði.   Yin Yoga er ætlað að vera mótvægi á móti hraðari og vöðvastyrkjandi jóga “Yang yoga” eins og t.d. Anusara, Ashtanga, og Iyengar. 

 

Ef þú vilt róa og ná jafnvægi á líkama og sál þá finnurðu þitt “Zen” í Yin Yoga.  Eins og í hugleiðslu getur þú fundið fyrir ókyrrð til að byrja með en eftir nokkra tíma máttu reikna með að vera komin/n á þinn stað.  

Gott fyrir þá sem þurfa að teygja og ná fram meiri mýkt.  Ekki mælt með fyrir þá sem eru mjög liðugir þar sem hægt er að ofteygja og fara ber varlega fyrir þá sem eru að kljást við vöðvatengi / festu vandamál.     

 

----------

 

Namaste  -  er Sanskrit og þýðir  "I bow to you"  eða " ég hneigji mig fyrir þér" eða "með lotningu " 

 

Jai bhagwan - er Hindi og þýðir það sama, notað m.a. sem kveðja í stað Namaste í Kripalu Yoga.

 

 

 

Nýjustu blogfærslurnar